Fiskþurrkun
Laugafiskur ehf

Um Laugafisk
Þurrkun á hausum, hryggjum og fleiri afurðum
Fiskþurrkunarfyrirtækið Laugafiskur ehf var stofnað árið 1993 og hét þá Fiskverkun Háteigs hf. Fiskverkunin Háteigur var stofnuð af þeim
hjónum Magnúsi Björgvinssyni og Huldu Mattíasdóttur ásamt börnum þeirra. Snemma árs 2017 kaupir Nesfiskur ehf og Skinney-Þinganes hf.
Fiskverkun Háteigs til helminga. Seinna sama ár kaupir Brim hf. Þriðjungs hlut í félaginu og nafninu er breytt í Laugafiskur ehf og eiga
eigendur félagsins allir jafnan hlut.
Rekstur Laugafisks hefur tekið umtalsverðum breytingum síðan núverandi eigendur keyptu félagið. Árið 2018 var farið í miklar framkvæmdir og endurbætur bæði á húsnæði og tækjabúnaði. Framleiðslugetan var aukin til muna ásamt því að sjálfvirkni var aukin í framleiðsluferli. Fiskþurrkunin fer fram innandyra í þar til gerðum þurrklefum. Þannig næst fram styttri þurrktími, umhverfisáhrif eru minni og gæði afurðana haldast. Starfsmenn eru um 30 talsins. Laugafiskur hefur frá og með júlí 2023 öðlast jafnlaunastaðfestingu frá jafnréttisstofu. Í dag er fyrirtækið mikilvægur hlekkur í því að fullnýta þann afla sem veiddur er og eru afurðir félagsins fluttar og seldar til Nígeríu.
Framkvæmdarstjóri Laugafisks er Erla Kristinsdóttir.
Hafið samband: erla@laugafiskur.is sími 892 6628.
Okkar vörur
Meginmarkmið fyrirtækisins er að þurrka hausa og hryggi ásamt afskurði af þorski, ýsu, ufsa svo einhverjar tegundir séu nefndar. Einnig eru þurrkaðar aðrar tegundir en það er í minna magni. Auk þess að nýta hráefni frá eigendum kemur hráefni einnig frá öðrum fiskvinnslufyrirtækjum.
Afurðir fyrirtækisins hafa alla tíð farið á markað í Nígeríu þar sem rík hefð er fyrir neyslu rétta úr þurrkuðum fiski.

Síðan
1993

Hafið samband




